Ríkisstjórnin fundaði með sveitarstjórnarfólki á Vestfjörðum

Ríkisstjórnin ásamt fulltrúum sveitarfélaga á Vestfjörðum

Árlegur sumarfundur ríkisstjórnarinnar var haldinn á Ísafirði í gær.

Ríkisstjórnin var þar að auki viðstödd vígslu útsýnispalls á Bolafjalli fyrir ofan Bolungarvík og átti fund með fulltrúum sveitarfélaga innan vébanda Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Fundur ríkisstjórnarinnar með sveitarstjórnarfólki á Vestfjörðum fór fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði.

Á fundinum var m.a. rætt um, atvinnumál- og nýsköpun, fiskeldi, samgöngumál, orkumál, fjárhagsstöðu sveitarfélaga, menntamál, heilbrigðis- og velferðarmál, ferðaþjónustu og menningarstarfsemi á svæðinu

Á fundinn var boðið framkvæmdastjóra Fjórðungssambands Vestfirðinga auk fulltrúum allra níu sveitarfélaganna á Vestfjörðum.

Eftir hádegi hélt ríkisstjórnin vinnufund og fjallaði þar um verkefni vetrarins áður en haldið var á Hrafnseyri í skoðunarferð.

DEILA