Ráðstefna um siglingar og grænar lausnir

Alþjóðasiglingadagurinn er í ár helgaður öryggi og grænum lausnum í siglingum.

Af því tilefni verður ráðstefna haldin fimmtudaginn 29. september undir yfirskriftinni Stolt siglir fleyið mitt á Grand hótel í Reykjavík frá kl. 13-16.

Ráðstefnan er haldin af innviðaráðuneyti og siglingaráði í samstarfi við Samgöngustofu og Grænu orkuna.

Markmið ráðstefnunnar er að kynna nýsköpun og nýjar lausnir í sjósókn og siglingum sem draga úr umhverfisáhrifum og/eða auka öryggi sjófarenda, þ.m.t. orkuskipti, bætta orkunýtingu og siglingaöryggi. Fjölmörg fyrirtæki munu halda fyrirlestra um lausnir sínar og framtíðarsýn.

Öll eru velkomin á ráðstefnuna en skráning fer fram á vef Samgöngustofu. 

DEILA