Páll Helgi ÍS 142 sökk í Stykkishólmi

Páll Helgi ÍS 142 við bryggju í Bolungavíkurhöfn. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Páll Helgi ÍS 142 sökk við Skipavíkurbryggju í Stykkishólmi í óveðrinu sem reið yfir um síðustu helgi.

Páll Helgi ÍS-142 er drag­nóta- og tog­bát­ur smíðaður 1977 af Bás­um hf. í Hafnar­f­irði og er skráð heima­höfn Bol­ung­ar­vík en þar var báturinn gerður út áratugum saman af Guðmundi Rósmundssyni og sonum hans en þeir seldu útgerðina árið 2020.

Eig­and­inn nú er Páll Helgi ehf. og var virði báts­ins skráð rétt rúm 5,1 millj­ón í árs­reikn­ingi 2019, en árið 2020 var virði báts­ins skráð núll í efna­hags­reikn­ingi árs­reikn­ings­ins.

DEILA