Óbyggðanefnd: Aðalmeðferð fer fram á morgun 7. september í Edinborgarhúsinu

Óbyggðanefnd er sjálfstæð úrskurðarnefnd sem starfar á grundvelli III. kafla þjóðlendulaga og hefur þríþætt hlutverk.

 1. Að kanna og skera úr um hvaða land telst til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda.
 2. Að skera úr um mörk þess hluta þjóðlendu sem nýttur er sem afréttur.
 3. Að úrskurða um eignarréttindi innan þjóðlendna.

Óbyggðanefnd hefur nú til meðferðar Ísafjarðarsýslur (svæði 10B) og Austfirði (svæði 11). 

Aðalmeðferð óbyggðanefndar er varðar mál 6-8/2021 á svæði 10B, Ísafjarðarsýslum, fer fram í Edinborgarhúsinu, Ísafirði, miðvikudaginn 7. september og hefst klukkan 9.

Skipulag þinghalds er eftirfarandi:

 1. Skýrslutökur í öllum málum.
 2. Málflutningur:
  1. Lögmaður ríkisins – mál nr. 6–8 sameiginlega.
  2. Lögmenn gagnaðila í máli nr. 6 – og andsvör í því máli. (Lögmenn sem einungis eru í máli nr. 6 geta farið að þessu loknu.)
  3. Lögmenn gagnaðila í málum nr. 7–8 (sameiginlega) – og andsvör í þeim málum.

Þinghaldið er öllum opið.

DEILA