Mikil aukning í neyslu á alifuglakjöti

Það hefur vart farið fram hjá neinum að undanfarin ár hefur framleiðsla á kindakjöti verið á undanhaldi. Sé horft til lengri tíma er þessi þróun enn skýrari.

Á sama tíma hefur framleiðsla á alifuglakjöti aukist stöðugt, hvort sem horft er til skemmri eða lengri tíma eins og myndin sem fylgir hér með sýnir.

Nú er svo komið að álíka mikið er borðað af kindakjöti og alifuglakjöti í landinu eða rúmlega níu þúsund tonn af hvorri tegund.

DEILA