Landsátak í birkifræsöfnun að hefjast

Landsátak Skógræktarinnar og Landgræðslunnar í söfnun á birkifræi hófst formlega fimmtudaginn 22. september.

Átakið fer nú fram í þriðja sinn í samvinnu við fyrirtæki, félög og einstaklinga um allt land.

Með átakinu vilja Skógræktin og Landgræðslan virkja landsmenn til þátttöku í því markmiði stjórnvalda að breiða birkiskóglendi út á fimm prósent landsins fyrir 2030 en núverandi útbreiðsla er 1,5%.

Mikilvægt er að ná góðu sambandi við ýmis félög um allt land, ekki síst skógræktarfélögin sem eru um sextíu talsins og hafa innan sinna raða um átta þúsund félagsmenn.

Þegar hafa verið ákveðnir viðburðir hjá nokkrum skógræktarfélögum sem kynntir verða á næstu dögum og vikum.

Einnig er samstarf við Lionshreyfinguna og Kvenfélagasamband Íslands og munu aðildarfélög þeirra einnig láta til sín taka.

DEILA