Ísafjörður : Kynningarfundur vegna landfyllingar norðan Skutulsfjarðareyrar

Ísafjarðarbær býður til kynningarfundar fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila þar sem kynnt verður vinnslutillaga breytinga á Aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar 2008-2020 vegna fyrirhugaðrar landfyllingar norðan Skutulsfjarðareyrar. 

Fundurinn verður haldinn á 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði fimmtudaginn 15. september 2022 og hefst klukkan 20.

Á fundinum verða fulltrúar Verkís, kjörinna fulltrúa og bæjaryfirvalda.

Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að auka byggingarland fyrir íbúðir á Ísafirði. Landfyllingin verður norðan Skutulsfjarðareyrar, nánar tiltekið frá Norðurtanga að Eyrargötu 2-4.

Fyrirhugað er að nýta efni í landfyllinguna sem fellur til vegna dýpkunar við Sundabakka á Ísafirði.

DEILA