Íbúafundur í byggðaþróunarverkefninu Sterkar Strandir

Íbúafundur var haldinn í byggðaþróunarverkefninu Sterkar Strandir þann 24. ágúst sl. í Félagsheimilinu á Hólmavík.

Sigríður Elín Þórðardóttir, forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar, setti íbúafundinn, bauð fundargesti velkomna og hvatti íbúa til dáða til að nýta sem best þann tíma sem eftir væri af verkefnistímanum. 

Því næst kynnti Sigurður Líndal, verkefnisstjóri Sterkra Stranda, stöðu verkefnisins nú þegar verkefnið er á síðari hluta verkefnistímans en samningur um verkefnið gildir til loka árs 2023.

Nýir fulltrúar sveitarfélagsins í verkefninu eru Sigríði Guðbjörgu Jónsdóttur og Guðrún Ásla Atladóttir

Á fundinum ræddu íbúar um meginmarkmið skv. verkefnisáætlun og stöðu þeirra og lögðu til uppfærslur/viðbætur eftir atvikum. 

Finnur Ólafsson forsvarsmaður Galdurs brugghúss, sagði frá framkvæmaferli í sínu verkefni en verkefnið hlaut styrk úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda í síðustu úthlutun.

Það verður forvitnilegt að sjá hverju Strandamenn munu fá áorkað fram til ársloka 2023, það er á tíma verkefnisins Sterkar Strandir. Það er næsta víst að íbúar muni halda áfram að sækja fram og finna frumkvæðisverkefnum farveg um leið og unnið verður samhliða að meginmarkmiðum verkefnisins.

DEILA