HEILBRIGÐISÚTGJÖLD 745 ÞÚSUND KRÓNUR Á MANN

Heilbrigðismálin eru gjarnan til umræðu í þjóðfélaginu enda afar mikilvægur málaflokkur sem stór hluti af útgjöldum hins opinbera rennur til.

Heilbrigðisútgjöld hins opinbera á hvern einstakling á Íslandi námu rúmum 745 þúsund krónum árið 2021 samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands.

Höfðu þau þá aukist talsvert frá árinu á undan þegar þau námu tæplega 705 þúsund krónum.

Útgjöldin hafa allajafna farið vaxandi frá árinu 2012 þegar þau námu rúmum 622 þúsund krónum en þá höfðu þau dregist talsvert saman frá 2008.

DEILA