Varðskipið Freyja er búið að fá kærkomna yfirhalningu í Noregi og er glæsilegt í litum Landhelgisgæslunnar.
Skipið leggur af stað frá Noregi á miðvikudag og er væntanlegt til landsins um helgina.

Varðskipið Freyja er að miklu leyti sambærilegt varðskipinu Þór hvað stærð og aðbúnað varðar en það býr yfir mun meiri dráttar- og björgunargetu en Þór.
Um borð í varðskipinu Freyju eru vistarverur fyrir þrjátíu og fimm manns og gott þilfarspláss sem gerir skipið einstaklega vel búið til að flytja björgunarbúnað þegar samgöngur á landi bregðast.