Fiskmerkingar

Við Ísland hafa merkingar verið notaðar til að rannsaka far fiska í meira en öld.


Til að fylgjast með ferðum fiska eru oft notuð merki sem fest eru á þá.

Við merkingu eru skráðar ýmsar upplýsingar, svo sem lengd fisksins og upplýsingar um merkingarstað (tími, hnit, dýpi). Þegar fiskurinn endurheimtist eru síðan aftur skráðar upplýsingar eins og lengd, þyngd, kyn, kynþroski og aldur fisksins ásamt hnitum og tíma.

Tilgangurinn er að fylgjast með því hvar fiskarnir halda til og hvort og þá hvenær þeir leggja í langferðir. Þegar fiskar eru merktir á hrygningarslóð er til dæmis hægt að fylgjast með því hvert þeir fara í fæðuleit og hvort þeir komi aftur á sömu hrygningarslóð næstu ár.

Rannsóknirnar byggjast á því að fiskar eru merktir á ákveðnum svæðum en til að fá upplýsingar þarf að endurheimta fiskinn. Það tekur því yfirleitt nokkur ár að fá niðurstöður merkinga og mikilvægt er að endurheimta töluverðan fjölda fiska til að fá mynd af göngumynstri hópsins.

Fyrirspurnir vegna merkinga/skil á endurheimtum má senda á merki[hjá]hafogvatn.is

DEILA