Fær BLÁSKELINA fyrir notkun á þörungahrati

Sprotafyrirtækið Marea ehf. hlýtur Bláskelina 2022, viðurkenningu umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins fyrir framúrskarandi plastlausa lausn.

Marea var tilnefnd til Bláskeljarinnar fyrir þróun á náttúrulegri filmu úr þörungahrati sem ætluð er fyrir grænmeti og ávexti. Efninu er spreyjað á matvæli og myndast þá filma sem stjórnar raka á yfirborðinu og ver matvælin svo geymsluþolið eykst.

Notkun filmunnar dregur því úr matarsóun án þess að plast komi við sögu. Filmuna má svo hreinlega borða með eða skola af matvælunum og því enginn óþarfa úrgangur sem verður til.  

„Það að fá hvatningu frá stofnunum sem eru á bak við Bláskelina og fagfólkinu sem tók þátt í dómnefndinni er afar þýðingarmikið og það segir okkur að við erum allavega að vinna í rétta átt“ sagði Julie Encausse, stofnandi og framkvæmdastjóri Marea.   

 Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis–, orku– og loftslagsráðherra, Julie Encausse, stofnandi og framkvæmdastjóri Marea og Eliza Reid, forsetafrú
DEILA