Efnakokteillinn plast – hvað getum við gert?

Plastlaus september er í fullum gangi segir á vef Umhverfisstofnunar og margir sem reyna að draga úr notkun sinni á plasti.

Plast er ekki bara mikill mengunarvaldur heldur getur það einnig innihaldið efni sem eru óæskileg fyrir heilsuna. 

Margar gerðir plasts innihalda kokteil efna sem blandað er saman til að ná fram ákveðnum eiginleikum, t.a.m. lit, mýkt, viðnámi gegn UV-ljósi, viðnámi gegn íkveikju eða loga o.s.frv. Þessi íblöndunarefni hafa mörg hver skaðleg áhrif á heilsu okkar og umhverfið.

Við getum verið örugg um að forðast efnin með því að kaupa vörur merktar áreiðanlegum umhverfismerkjum eins og Svansmerkinu eða Evrópublóminu.

Einnig getum við dregið úr plasti í umhverfi okkar með því að velja frekar hluti úr gleri, ryðfríu stáli, gegnheilum við, keramik og ull svo dæmi séu nefnd.

DEILA