Dagur íslenskrar náttúru

Dagur íslenskrar náttúru verður haldinn hátíðlegur á morgun 16. september og er þetta í tólfta sinn sem íslenskri náttúru er fagnað á þessum degi.

Hefð er fyrir því að stofnanir, félagasamtök, sveitarfélög, skólar, fyrirtæki og einstaklingar hafi daginn í huga í sinni starfsemi. 

Bókasafnið á Ísafirði lætur ekki sitt eftir liggja og í tilefni dagsins ætlar vistfræðingurinn Cristian Gallo sem starfar hjá Náttúrustofu Vestfjarða að kynna fjörulífverur í safninu kl. 15:00 á morgun föstudag.

DEILA