Breyta á lögum um póstþjónustu

Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um póstþjónustu hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda til umsagnar.

Í frumvarpsdrögunum eru m.a. lagðar til breytingar sem fela í sér heimild fyrir aukinni notkun bréfakassasamstæðna.

Um er að ræða breytingu á 1. málslið 5. mgr. 27. gr. laganna. Ákvæðið var fyrst og fremst hugsað fyrir þéttbýli á landsbyggðinni eða dreifðari byggðum til að minnka kostnað við alþjónustu.

Þannig þyrfti pósturinn aðeins að stoppa á einum stað í stað þess að fara að hverju húsi og setja bréf inn um bréfalúgu.

Einnig er lagt til í frumvarpsdrögunum að ráðherra verði veitt heimild til að innleiða framkvæmdareglugerð Evrópuþingsins um pakkasendingar yfir landamæri.

Loks er lagt til að bæta úr mistökum við lagasetningum þegar verkefni voru færð frá Póst- og fjarskiptastofnun yfir til Byggðastofnun. Við lagasetningu var orðið „Póst- og fjarskiptastofnun“ ekki að fullu afmáð úr lögunum.

DEILA