Atvinnulausum fækkar

Skráð atvinnuleysi hjá Vinnumálastofnun var 3,1% í ágúst og minnkaði úr 3,2% í júlí. Að meðaltali fækkaði atvinnulausum um 270 frá júlímánuði.
Að meðaltali voru 6.009 atvinnulausir í ágúst, 3.276 karlar og 2.733 konur.

Af einstökum landshlutum dró hlutfallslega mest úr atvinnuleysi á Austurlandi, Suðurlandi og á Suðurnesjum.
Atvinnuleysi var mest á Suðurnesjum í ágúst eða 5,3% og minnkaði úr 5,5% í júlí. Næst mest var atvinnuleysið 3,4% á höfuðborgarsvæðinu.

Minnst var atvinnuleysi í ágúst á Norðurlandi vestra 0,7%, á Austurlandi 1,3%, á Vesturlandi 1,4% og á Vestfjörðum 1,5%.
Alls voru 2.700 erlendir atvinnuleitendur án atvinnu í lok ágúst og fækkaði um 142 frá júlí.

DEILA