Átak í friðlýsingum

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar 2018-2021 var kveðið á um átak í friðlýsingum.

Haustið 2018 var sett saman teymi með fulltrúum frá Umhverfisstofnun og þ.v. umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Átakið fól m.a. í sér vinnu að friðlýsingum svæða á náttúruverndaráætlunum, svæðum í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar, svæði undir álagi ferðamanna og stækkun Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Að auki bárust tillögur að friðlýsingum frá heimafólki og sveitastjórnum.

Í heildina voru á tímabilinu:

  • 14 ný svæði friðlýst
  • 8 svæði friðlýst gegn orkuvinnslu
  • 5 friðlýst svæði stækkuð

Samtals 27 svæði, þar af 15 friðlýst árið 2021.

Nýfriðlýst svæði árið 2021 voru Látrabjarg, Fitjaá, Lundey, Stórurð, Gerpissvæðið og Drangar. Drangar er fyrsta friðlýsta óbyggða víðernið.