Átak í friðlýsingum

Drangar á Ströndum er fyrsta friðlýsta óbyggða víðernið.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar 2018-2021 var kveðið á um átak í friðlýsingum.

Haustið 2018 var sett saman teymi með fulltrúum frá Umhverfisstofnun og þ.v. umhverfis- og auðlindaráðuneyti.

Átakið fól m.a. í sér vinnu að friðlýsingum svæða á náttúruverndaráætlunum, svæðum í verndarflokki verndar- og orkunýtingaráætlunar, svæði undir álagi ferðamanna og stækkun Þjóðgarðsins Snæfellsjökuls. Að auki bárust tillögur að friðlýsingum frá heimafólki og sveitastjórnum.

Í heildina voru á tímabilinu:

  • 14 ný svæði friðlýst
  • 8 svæði friðlýst gegn orkuvinnslu
  • 5 friðlýst svæði stækkuð

Samtals 27 svæði, þar af 15 friðlýst árið 2021.

Nýfriðlýst svæði árið 2021 voru Látrabjarg, Fitjaá, Lundey, Stórurð, Gerpissvæðið og Drangar. Drangar er fyrsta friðlýsta óbyggða víðernið.

DEILA