Arnarlax fær ASC-umhverfisvottun fyr­ir eld­is­stöð í Arnarfirði

Arn­ar­lax hef­ur hlotið vott­un­ina Aquacult­ure Stew­ards­hip Certificati­on (ASC) fyr­ir eld­is­stöð sína Foss í Arnar­f­irði. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá Arnarlaxi.

Um er að ræða alþjóðlega um­hverf­is­vott­un fyr­ir fisk­eldi sem fisk­eld­isiðnaður­inn og World Wild­li­fe Fund for Nature (WWF) þróuðu í sam­ein­ingu.

Fram kem­ur í til­kynn­ing­unni að með vott­un­inni skuld­bind­ur eld­is­stöðin Foss sig til að draga úr áhrif­um á vist­kerfi á staðnum, oft um­fram það sem lög og regl­ur gera kröfu um.

Silja Bald­vins­dótt­ir, gæðastjóri Arn­ar­lax var að vonum ánægð með að hljóta þessa vottun enda þarf að uppfylla ströng skilyrði svo að það megi verða.

DEILA