Arnarlax hefur hlotið vottunina Aquaculture Stewardship Certification (ASC) fyrir eldisstöð sína Foss í Arnarfirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Arnarlaxi.
Um er að ræða alþjóðlega umhverfisvottun fyrir fiskeldi sem fiskeldisiðnaðurinn og World Wildlife Fund for Nature (WWF) þróuðu í sameiningu.
Fram kemur í tilkynningunni að með vottuninni skuldbindur eldisstöðin Foss sig til að draga úr áhrifum á vistkerfi á staðnum, oft umfram það sem lög og reglur gera kröfu um.
Silja Baldvinsdóttir, gæðastjóri Arnarlax var að vonum ánægð með að hljóta þessa vottun enda þarf að uppfylla ströng skilyrði svo að það megi verða.
