Afli í ágúst var tæp 103 þúsund tonn

Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni var heildarafli í ágúst 2022 , 102,9 þúsund tonn sem er um 6% minna en í ágúst á síðasta ári.

Botnfiskafli var tæplega 31,6 þúsund tonn sem er 19,3% minna en í ágúst í fyrra. Af botnfisktegundum var þorskaflinn rúm 14 þúsund tonn.

Af uppsjávartegundum veiddust tæp 68 þúsund tonn samanborið við 65 þúsund tonn í ágúst 2021.

Á tólf mánaða tímabili frá september 2021 til ágúst 2022 var heildaraflinn rúmlega 1,6 milljónir tonna, rúmlega 52% meira en landað var á sama tímabili ári fyrr. Þar af var uppsjávarafli rúmlega ein milljón tonna og botnfiskafli rúm 432 þúsund tonn.

Vísitala aflaverðmætis á föstu verði er ekki birt að sinni vegna óvissu um gæði grunngagna í tengslum við útreikning vísitölunnar.

DEILA