430 liðskiptaaðgerðir á Akranesi

Heilbrigðisstofnun Vesturlands (HVE) á Akranesi hefur útbúið nýja skurðstofu fyrir liðskiptaaðgerðir.

Skurðstofan var opnuð formlega á dögunum að viðstöddum heilbrigðisráðherra.

Afkastageta HVE er varðar liðskiptiaðgerðir mun rúmlega tvöfaldast með tilkomu skurðstofunnar og verða um 430 aðgerðir gerðar á ári.

Þörf fyrir liðskiptaaðgerðir hefur aukist jafnt og þétt undanfarin ár og er þessi skurðstofa því mikilvæg viðbót við þau úrræði sem fyrir eru til þess að bregðast við þessari þróun.

Samhliða nýju skurðstofunni hefur verið unnið að gagngerum endurbótum á húsnæði og búnaði handlækninga- og lyflækningadeildar HVE sl. 15 mánuði sem er mikil lyftistöng fyrir stofnunina.

Mikil bið hefur verið eftir liðskiptaaðgerðum og hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að skipa verkefnastjórn til að meta og innleiða tillögur starfshóps um gæðamál tengd liðskiptaaðgerðum.

DEILA