Vestri með meistaraflokk kvenna í knattspyrnu?

Vestri hefur ekki átt lið í meistaraflokki kvenna til þessa.

Áhugasamir iðkendur og foreldrar sem standa þétt við bakið á þeim sem eiga sér þann draum að koma á fót meistaraflokk kvenna á næsta tímabili.

Kvennaknattspyrnan hefur verið í örum vexti og ekki skemmir fyrir gott gengi íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu.

Í dag fimmtudaginn 25.ágúst klukkan 18:30 verður fundur í Vallarhúsinu við Torfnes þar sem að við freistum þess að ná saman góðum og öflugum hóp foreldra, iðkenda og annarra áhugasamra einstaklinga til þess að koma í þetta ævintýri með okkur. 

Það er mikilvægt fyrir svæðið okkar að hér sé starfræktur meistaraflokkur kvenna líkt og karla, í öllum íþróttagreinum. 

Við hvetjum alla áhugasama til að koma með okkur á fund á morgun og leggja sitt af mörkum segir í tilkynningu frá Vestra

DEILA