Verðmæti sjávarafurða um 29 milljarðar króna í júní

Á fyrstu 6 mánuðum ársins er útflutningsverðmæti sjávarafurða komið í 170 milljarða króna. Það er um 18% aukning frá sama tímabili í fyrra, mælt í erlendri mynt. Heilt yfir er því ágætis gangur í sjávarútvegi en af þeim vinnsluflokkum sem birtir eru í bráðabirgðatölunum er eingöngu samdráttur í heilfrystum fiski. 

Nú í júnímánuði nam útflutningsverðmæti sjávarafurða rétt rúmlega 29 milljörðum króna samkvæmt fyrstu bráðabirgðartölum Hagstofunnar. Það er um 8% aukning í krónum talið frá sama mánuði í fyrra en tæp 12% í erlendri mynt vegna hækkunar á gengi krónunnar.

Eins og sjá má á meðfylgjani mynd eru voru verðmætin í júní næst mest árið 2015 tæpir 25 miljarðar.

DEILA