Veiða má 5 þúsund tonn af úthafsrækju

Hafrannsóknastofnun leggur til, í samræmi við varúðarsjónarmið, að afli úthafsrækju fiskveiðiárið 2022/2023 verði ekki meiri en 5022 tonn.

Stofnvísitala úthafsrækju hefur lækkað frá árinu 2018 en er yfir varúðarmörkum.

Veiðar á úthafsrækju hófust um 1970 og náði hámarki 1997 þegar aflinn var 62 þús. tonn en árið 2006 veiddust svo aðeins 600 tonn. Eins og sést á meðfylgjandi myndum hafa verið miklar sveiflur í veiði og fjölda skipa sem þær hafa stundað.

DEILA