Útvarpsmaðurinn og rithöfundurinn Eiríkur Guðmundsson er látinn

Ei­rík­ur Guðmunds­son út­varps­maður og rit­höf­und­ur er lát­inn, 52 ára að aldri. Hann fædd­ist þann 28. sept­em­ber árið 1969 í Bol­ung­ar­vík sonur hjónanna Guðmundar Sigmundssonar kennara og Guðfinnu Benjamínsdóttur ljósmóður.

Ei­rík­ur út­skrifaðist með stúd­ents­próf frá Mennta­skól­an­um við Sund árið 1988, lauk B.A. prófi í al­mennri bók­mennta­fræði frá Há­skóla Íslands árið 1991 og M.A. í ís­lensk­um bók­mennt­um frá HÍ árið 1995.

Árum sam­an starfaði hann sem dag­skrár­gerðarmaður á Rás 1 og stýrði þar meðal ann­ars menn­ing­arþátt­un­um Víðsjá og Lest­inni.

Ei­rík­ur skrifaði skáld­sög­urn­ar 39 þrep á leið til glöt­un­ar (2004)Und­ir himn­in­um (2006)Sýróps­mán­inn (2010)1983 (2013)Rit­gerð mín um sárs­auk­ann (2018), ljóðabók­ina Blind­ur hest­ur (2015) og rit­stýrði heild­ar­út­gáfu á verk­um Stein­ars Sig­ur­jóns­son­ar (2008).

Ei­rík­ur læt­ur eft­ir sig einn son, Kol­bein Orfeus og stjúp­dótt­ur, Vöku Blön­dal.

DEILA