Töldu sig sjá hvítabjörn

Landselur

Lögreglunni á Vestfjörðum barst í gær tilkynnti frá göngufólk um landgöngu hvítabjarnar í Hornvík. Tilkynnendur voru sannfærðir um að um ísbjörn væri að ræða.

Lögreglan á Vestfjörðum óskaði eftir aðstoð þyrlu LHG sem flaug vestur til Ísafjarðar þar sem hún tók upp tvo lögreglumenn. Einnig var áhöfn björgunarskipsins Gísla Jóns, á Ísafirði, kölluð út og hélt skipið til Hornvíkur.

Flogið var yfir Hornvík og nánasta umhverfi og sömuleiðis var haft tal af þessu ferðafólki sem taldi sig hafa séð björninn.

Enginn björn fannst. Dýrið sem fólkið taldi vera ísbjörn virðist hafa verið stór hvítur útselur sem hafði sést í Hornvíkinni undanfarið segir í tilkynningu lögreglu..

DEILA