Tjaldsvæðið Djúpadal

Ferðaþjónustan Djúpadal er gamalgróin bændagisting sem hefur á undanförnum árum verið þróa fjölbreyttari gistimöguleika. Bærinn er í grunnin sauðfjárbýli og í túninu má búast við að rekast á heimalinga og hunda. Í Djúpadal er jarðvarmi og er heita vatnið nýtt til húshitunar og í sundlaugina.

Í Djúpadal er rekið gistiheimili í þrem misstórum húsum, sundlaug og tjaldsvæði og kofagisting. 150m2 aðstöðuhús með matsal gerir það að verkum að auðvelt er að taka á móti litlum hópum.

Gæludýr eru velkomin á tjaldsvæðið í Djúpadal en eigendum/umsjónarmönnum er skylt að hreinsa upp eftir sín dýr enda eru dýrin á ábyrgð þeirra á svæðinu. Við viljum benda fólki sérstaklega á það að á bænum búa dýr.

Djúpidalur er hentugur staður til að koma við á leið sinni umhverfis Vestfirði eða til að staldra við í nokkra daga og ferðast út frá. Látrabjarg, Dynjandi, Reykhólar, Hólmavík og Ísafjarðardjúp eru allt staðir sem mögulegt væri að heimsækja í dagsferðum frá Djúpadal. Næsta verslun er á Reykhólum í um 40 mínútna akstursfjarlægð en þar er einnig margt skemmtilegt að skoða, til dæmis báta og hlunnindasýningin. Margar fallegar gönguleiðir eru á svæðinu í nágrenni Djúpadals má sem dæmi nefna leiðina að Vaðalfjöllum og yfir Gufudalsháls.

Af tjalda.is

DEILA