Það fækkar í þjóðkirkjunni

Hólskirkja í Bolungarvík

Skráðum einstaklingum í þjóðkirkjuna hefur fækkað um 1.061einstakling síðan 1. desember 2021, samkvæmt því sem fram kemur á heimasíðu Þjóðskrár en alls voru 228.205 skráð í þjóðkirkjuna þann 8. júlí sl.

Næst fjölmennasta trúfélag landsins er Kaþólska kirkjan með 14.710 skráða meðlimi og hefur þeim fækkað um 27 á áðurnefndu tímabili eða um 0,2%.

Frá 1. desember sl. hefur fjölgunin verið að venju mest í Siðmennt eða um 349 meðlimi, sem er 7,6% fjölgun. Mest hlutfallsleg fjölgun var í ICCI trúfélagi um 32,3% en nú eru 332 meðlimir skráðir í félaginu.

Alls voru 29.730 einstaklingar skráðir utan trú- og lífsskoðunarfélaga eða 7,8% landsmanna.

Alls eru 57 trú- og lífsskoðunarfélög skráð þann 8. ágúst sl. og eru níu þeirra með yfir eitt þúsund meðlimi; Þjóðkirkjan 228.205, Kaþólska kirkjan 14.710, Fríkirkjan í Reykjavík 10.017, Fríkirkjan í Hafnarfirði 7.475, Ásatrúarfélagið 5.661, Siðmennt 4.970, Óháði söfnuðurinn 3.157, Hvítasunnukirkjan á Íslandi 2.072 og Búddistafélag Íslands með 1.103 meðlimi.

Tuttugu og þrjú félög eru með á milli eitthundrað og eittþúsund skráða einstaklinga og sami fjöldi félaga eru með færri á skrá en eitthundrað.

Þar af eru fjórtán með færri en 50 en fámennustu trúfélögin eru Nýja Avalon með fimm skráða og Vitund þar sem þrír einstaklingar eru skráðir þann 8. ágúst.

Þá eru 29.730 utan trú- og lífsskoðunarfélaga og 67.265 talin til ótilgreindra félaga en skráningin nær til einstaklinga sem eru búsettir hér á landi.

DEILA