Smá­skipanám­skeið – skip­stjórn < 15 m hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða

  Námskeiðið hjá Fræðslumiðstöðinni er ætlað þeim sem vilja öðlast atvinnuskírteini til að starfa sem skipstjóri á smáskipum allt að 15m lengd í strandsiglingum (með að hámarki 12 farþegum og takmörkun á farsviði). 

  Til viðbótar þessu námskeiði þarf að ljúka siglingatíma (þjálfun um borð í skipi) og viðurkenndu öryggisfræðslunámi til þess að fá útgefið skírteini. 

  Námskeiðið er haldið í samstarfi við Tækniskólann (Skipstjórnarskólann). Námið samanstendur af fjarkennslu og staðlotum á Ísafirði og í Reykjavík. Náminu lýkur með verklegum þáttum og prófum. Einnig þurfa nemendur að fara í verklega þjálfun í siglingahermi. 

  Umsækjendur þurfa að búi yfir færni sem þarf til að takast á við alla hluta námsins, hafi lokið grunnskóla og sé á 16. ári hið minnsta. 

  Náminu er skipt í nokkra námsþætti sem allir mynda eina heild til þessara réttinda, m.a. siglingafræði, siglingareglur, siglingatæki, hönnun skipa, stöðugleika, siglingahermi, fjarskipti (ROC skírteini), sjórétt, veðurfræði og viðhald vélbúnaðar. 

  Smáskipanám (skipstjórn <15m) kemur í stað þess sem áður var 30brl réttindanám (pungapróf) og undanfarin ár kallast 12m nám.

  Atvinnuskírteini er gefið út að loknum siglingatíma og öryggisfræðslu. Þeir sem ljúka smáskipaprófi geta tekið verklegt próf og öðlast þar með einnig skemmtibátaréttindi á 24 metra skemmtibáta. 

  Nánari upplýsingar hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða.

  DEILA