Skipasmíðastöðin í Hnífsdal

Brátt lýkur sýningu á líkönum af Caesar H.226 og Júní GK 345 og Júpíter GK 161.

Sýningin stendur yfir til 20 september á Dalbraut 12 í Hnífsdal.

Þeir sem hafa lagt leið sína á sýninguna hafa allir lokið lofsorði á nákvæmnina í smíði skipanna og hversu vel þau eru gerð.

„Ég tek þetta eins og venjulegan vinnudag frá átta til fimm, stundum getur verið langur kaffitími, en það er bara allt í lagi,“ segir Ingi Bjössi. Hann var sjö, átta mánuði að gera Cesar og hefur varið um ári í að smíða Júní og Júpíter. „Þetta er líklega eina skipasmíðastöðin á landinu sem stækkar við sig,“ segir Ingi Bjössi: „Þetta er saga lands og þjóðar sem þarf að halda við.“ sagði skipasmiðurinn í viðtali við Ríkisútvarpið á dögunum

DEILA