Nemandi úr MÍ hlaut styrk úr Afreks- og hvatningasjóði HÍ

Rán ásamt Jóni Atla Benediktssyni háskólarektor við móttöku styrks úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands ©Kristinn Ingvarsson

Á dögunum var úthlutað 40 styrkjum úr Afreks- og hvatningarsjóði Háskóla Íslands.

Afreks- og hvatningarsjóður stúdenta Háskóla Íslands hefur allt frá árinu 2008 veitt styrki til nýnema sem náð hafa framúrskarandi árangri í námi til stúdentsprófs og jafnframt látið til sín taka á öðrum sviðum, svo sem í félagsstörfum í framhaldsskóla eða listum og íþróttum.

Ein styrkhafa er Rán Kjartansdóttir en Rán útskrifaðist frá MÍ í desember 2021 og var dúx skólans.

Meðfram námi í MÍ stundaði Rán dansnám hjá Listaskóla Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði og tók þá m.a. þátt í norrænum og evrópskum dansverkefnum. Í MÍ tók hún enn fremur þátt í leiklistarstarfi nemendafélagsins og þá á Rán að baki bæði þverflautu- og píanónám.

Rán hefur innritast í nám í líffræði við Háskóla Íslands. 

DEILA