LS segir 93 tonn eftir af afla strandveiðibáta

Hólmavík.

Landssamband smábátaeigenda segir að nú þegar tölur um afla strandveiðibáta 2022 liggi fyrir sé ljóst að 93 tonn af þorski vantar upp á að þorskafli hafi náð útgefinni viðmiðun – 11.074 tonnum.  

Ákvæði laga í stjórn fiskveiða um stöðvun strandveiða segir:
„Þá skal Fiskistofa með auglýsingu í Stjórnartíðindumstöðva strandveiðar þegar sýnt er að leyfilegum heildarafla, að ufsa undanskildum, verði náð samkvæmt reglugerð sem ráðherra setur um strandveiðar fyrir hvert ár.“

Þegar LS taldi fyrirsjáanlegt að Fiskistofa hefði hlaupið á sig með tilkynningu þann 20. júlí (er ekki lengur á vef Fiskistofu) um stöðvun veiða þann 21. júlí sl. var óskað eftir því við stofuna að hún myndi afturkalla auglýsinguna.  

Fiskistofa hafnaði erindi LS og var þá leitað til Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra þar sem óskað var eftir að ákvörðun Fiskistofu yrði felld úr gildi og strandveiðar heimilaðar mánudaginn 25. júlí.  

Það náði ekki fram að ganga og eru því enn eftir 93 tonn af útgefnum heimildum til strandveiða segir í fréttLS.

DEILA