Leyfðu hugmyndinni að blómstra

Ef þú ert með góða hugmynd sem þú villt koma í framkvæmd væri góður kostur að taka þátt í Startup Westfjords 2022: „Frá hugmynd til framkvæmdar“

Að þessu sinni fer nýsköpunarhemillinn Startup Westfjords á vegum Blábankans á Þingeyri fram yfir tvær helgar í haust, þ.e. 24.-25. september og 1.-2. október.

Dagskrá er frá kl. 10-17 alla dagana, með fyrirlestrum, hugarflugsfundum, einkatímum með mentorum og frjálsum tíma.

Helstu dagskrárliðir eru:

  1. Stofnun fyrirtækis
  2. Fjármögnun, þ.á m. lán og styrkir
  3. Bókhald og fjármálastjórn
  4. Markaðssetning, þ.á m. vörumerki (e. branding) og notendaupplifun
  5. Umbúðir og framsetning
  6. Samfélagsmiðlar
  7. Verkefna- og tímastjórnun
  8. Vellíðan og jafnvægi

Aðstaða í samvinnurýmum Blábankans verður í boði á meðan á dagskrá stendur, sem og í vikunni á milli eiginlegrar dagskrár fyrir þau sem kjósa að dvelja á svæðinu allan tímann.

Til viðbótar við dagskrá hemilsins er innifalið í gjaldinu hádegismatur og drykkir á meðan á honum stendur.

Startup Westfjords 2022 fer fram á íslensku en einkatímar með mentorum eru í boði á íslensku og ensku.

Hafið samband á info@blabankinn.is fyrir frekari upplýsingar. Eins getum við aðstoðað með að finna gistingu á meðan á dvöl ykkar stendur.

DEILA