Kristinn H. Gunnarsson sjötugur

Kristinn H. Gunnarsson

Kristinn H. Gunnarsson eigandi og ritstjóri Bæjarins besta er sjötugur í dag. Hann er fæddur í Reykjavík 19. ágúst 1952 .

Kristinn hefur stundað nám í Reykjavík, Þýskalandi og Englandi og lokið háskólaprófum í stærðfræði, ensku, þýsku, stjórnmálaheimspeki, hagfræði og kennsluréttindanámi á framhaldsskólastigi

Hann hefur verið búsettur í Bolungarvík í tæp 50 ár og starfað sem kennari, skrifstofustjóri, bæjarfulltrúi og alþingismaður á þeim tíma.

Hann keypti fréttavefinn Bæjarins besta á Ísafirði 2018 og hefur frá þeim tíma verið ritstjóri hans.

Hann er í dag í Reykjavík og heldur upp á afmælið með fjölskyldunni.


DEILA