Íslandsmeistaramót í hrútadómum verður haldið sunnudaginn 21. ágúst í Sauðfjársetrinu að Sævangi á Ströndum.
Loksins, loksins (segja mótshaldarar) ætlum við halda þessa STÓRKOSTLEGU KEPPNI í hrútadómum, aftur eftir tveggja ára hlé.
Það verður að venju bæði keppt í flokki vanra og óvanra hrútaþuklara. Vegleg verðlaun í boði í báðum flokkum.
KJÖTSÚPA í hádeginu og veglegt KAFFIHLAÐBORÐ yfir daginn en aðgangur að hátíðinni og sýningum Sauðfjársetursins er ókeypis í tilefni dagsins.