Fuglar í keppni ársins 2022 óska eftir kosningastjóra

Vinsælir fuglar óska eftir kosningastjórum
Að afstöðnu forvali fyrir Fugla ársins 2022 komust sjö fuglar áfram og óska nú eftir byr undir báða vængi í kosningabaráttu sinni.

Ef þú hefur áhuga á að taka að þér að vera kosningastjóri fyrir einn þeirra þá endilega sendu okkur línu á fuglarsins@fuglavernd.is fyrir þriðjudaginn 23. ágúst, segðu hvaða fugl þú velur og hvað þú vilt gera til að koma honum á framfæri fram til 5. september.

Fuglarnir er:

    Auðnutittlingur
    Himbrimi – kominn með kosningastjóra
    Hrafn
    Hrossagaukur
    Jaðrakan
    Kría
    Maríuerla

Kosningin fer svo fram rafrænt á www.fuglarsins.is dagana 5.- 12. september og verður sigurvegari ársins kynntur þann 16. september á Degi íslenskar náttúru.

DEILA