Forsætisráðherra heldur fundi um stöðu mannréttinda

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra er starfandi matvælaráðherra.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stendur fyrir fundaröð um stöðu mannréttinda í lok ágúst og byrjun september.

Um er að ræða opna samráðsfundi um landið þar sem fjallað verður um stöðu mannréttinda, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara.

Öll eru velkomin en þátttakendur eru beðnir að skrá sig á www.stjornarradid.is/mannrettindafundur.

Fundaröðin er liður í vinnu við Grænbók um mannréttindi en mikil áhersla er lögð á víðtækt samráð í ferlinu.

Fundirnir verða á eftirtöldum stöðum:

29. ágúst kl. 16:00 Selfoss (Hótel Selfoss)

31. ágúst kl. 16:00 Reykjavík (Ríma í Hörpu)

5. september kl. 17:00 Akureyri (Hamar í Menningarhúsinu Hofi)

6. september kl. 17:00 Egilsstaðir (Icelandair Hótel Hérað)

8. september kl. 10:00 Ísafjörður (Edinborgarhúsið)

Gott aðgengi er á öllum fundarstöðunum fyrir hjólastóla og táknmálstúlkun stendur til boða sé þess óskað með 7 daga fyrirvara.

DEILA