Fjalla-Eyvindur og Halla

Krossinn á leiði Fjalla-Eyvindar. Halla mun ekki vera jörðuð á Hrafnsfjarðareyri

Eyvindur Jónsson fæddist árið 1714 í Hlíð í Hrunamannahreppi. Hann var elstur tíu systkina og þótti greindur, ráðkænn, góður sundmaður og afar fær í handahlaupi sem kom honum vel á flótta sínum undan yfirvaldinu. Hann var vel læs og jafnframt mjög hagur á hönd. Til eru haganlega gerðar tágakörfur (í einkaeigu og á söfnum) sem eru eftir hann þar sem hann skildi oft körfur eftir hjá þeim sem höfðu lagt honum lið.

Halla Jónsdóttir fæddist í Súgandafirði um 1720 og var ekkja í Miðvík í Aðalvík þegar talið er að Eyvindur hafi sest að hjá henni. Halla þótti ekki fríð og frekar sviplítil og var ólæs.

Dómskjöl sýna að þau hafa átt börn í útlegðinni sem dóu ung en Eyvindur átti einn son áður en hann lagðist út. Leiði Fjalla-Eyvindar og Höllu er merkt á Hrafnsfjarðareyri.

Á Skipholtsfjalli í Hrunamannahreppi er býtibúr/byrgi haganlega byggt af Eyvindi úr hellum. Búrið fellur svo vel að landslaginu að það gat staðið þarna án vitundar almennings í marga áratugi. Sagan segir að Jón, bróðir Eyvindar, bóndi í Skipholti, hafi flutt honum matvæli og aðrar nauðsynjar upp í búrið og Eyvindur vitjað þeirra þegar hann leyndist í nágrenninu.
Þetta hellubúr er ekki síður veglegur minnisvarði um drenglyndi Jóns í Skipholti en hagleik og handverk Eyvindar.

Af vefsíðunnni fludir.is

DEILA