Fimm frístundahús í landi Hóls í Önundarfirði

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 4. júlí 2022, að heimila auglýsingu á deilskipulagstillögu Hóls í Firði, Önundarfirði.

Í skipulagstillögunni er gert ráð fyrir fimm frístundahúsum og eru það í samræmi við Aðalskipulag Ísafjarðarbæjar 2008-2020.

Fylgigögn fyrir þá sem vilja kynna sér tillögurnar er deiliskipulagsuppdráttur með greinargerð.

Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast á umhverfis- og eignasvið Ísafjarðarbæjar, 4. hæð Stjórnsýsluhússins á Ísafirði, síðasta lagi 8. október 2022.

DEILA