Breyting á Aðalskipulagi Kaldrananeshrepps 2010-2030 og nýtt deiliskipulag

Sveitarstjórn Kaldrananeshrepps hefur samþykkt að að auglýsa tillögur að breytingu á aðalskipulagi sveitarfélagsins og nýju deiliskipulagi í landi Ásmundarness sem er bújörð við fjarðarbotn í Bjarnarfirði, milli Hallardalsár og Deildarár.

Um er að ræða breytingu á landnotkun þar sem gert er ráð fyrir frístundabyggð (FS11) og Iðnaðarsvæði (I11) á svæðinu. Deiliskipulagstillagan gerir ráð fyrir sjö frístundahúsalóðum á svæði sem er 3,8 ha og iðnaðarsvæðið sem er 5,3 ha að stærð.

Skipulagstillagan verður til sýnis í húsnæði Verslunarfélagsins á Drangsnesi og á heimasíðu Kaldrananeshrepps, drangsnes.is.

Hver sá sem telur sig eiga hagsmuni að gæta er þannig gefinn kostur á að kynna sér tillögurnar og gera athugasemdir við þær. Athugasemdum skal vinsamlegast skilað til skrifstofu Kaldrananeshrepps að Holtagötu, 520 Drangsnesi eða á netfangið skipulag@dalir.is í síðasta lagi fyrir 9. september 2022.

DEILA