Bjórdósir geta bólgnað og sprungið

Albani_Mosaic_IPA_33cl

Í þriðja sinn á einum mánuði hefur Matvælastofnun varað við bjórdósum sem geta bólgnað og sprungið.

Nú síðast er það Mosaic IPA frá Albani Bryggerierne sem varað er við.

Dista ehf. og ÁTVR hafa innkallað bjórinn í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness (HEF). Innköllunin á við um eina framleiðslulotu.

Þann 19 júlí var varað við einni framleiðslulotu af Cyclopath Pale Ale frá S.B.brugghús vegna þess að bjórdósir geta bólgnað og sprungið.

Og þann 13 júlí varað Matvælastofnun við einni framleiðslulotu af Sóló sumarbjór frá Íslenskri hollustu af sömu ástæðu.

DEILA