Bjartur lífsstíll

Bjartur lífsstíll er heilsueflingarverkefni fyrir eldra fólk.

Verkefnið er samstarfsverkefni ÍSÍ og Landssambands eldri borgara (LEB). Verkefnastjórar eru þær Ásgerður Guðmundsdóttir starfsmaður LEB og Margrét Regína Grétarsdóttir starfsmaður ÍSÍ.

Markmið verkefnisins er að auka heilsulæsi hjá eldra fólki og innleiða heilsueflingu til framtíðar. Unnið er að því að efla upplýsingaflæði um núverandi heilsuúrræði fyrir eldra fólk á landsvísu og setja á stofn ný úrræði.

Þær Ásgerður og Margrét eru þessar vikurnar að funda með hagsmunaaðilum um allt land til að meta stöðuna og ræða möguleg úrræði og aðstoð.

Ásgerður og Margrét munu funda á Ísafirði þann 8.september klukkan 10:00.

DEILA