Bergdís Þrast­ar­dóttir er nýr leik­skóla­stjóri á Arakletti

Bergdís Þrast­ar­dóttir hefur verið ráðin í starfi leik­skóla­stjóra á Arakletti á Patreksfirði.

Bergdís er fædd og uppalin á Patreksfirði og flutti heim í fyrra eftir að hafa búið í Danmörku í 14 ár.

Þar lauk hún m.a. doktorsprófi í íslenskum miðaldabókmenntum, rak eigið fyrirtæki og vann við kennslu og viðburðarstjórnun.

Bergdís kemur nú síðast úr starfi sem umsjónarkennari við Patreksskóla og á þrjú börn á leikskólaaldri svo hún er ekki ókunn foreldrum á svæðinu.

DEILA