Afli í júlí var tæp 88 þúsund tonn

Heildarafli í júlí 2022 var 87,8 þúsund tonn sem er mjög hliðstæður afli og í júlí á síðasta ári.

Botnfiskafli var 23,9 þúsund tonn sem er 17% minna en í júlí í fyrra. Af botnfisktegundum var þorskaflinn rúm 11 þúsund tonn. Af uppsjávartegundum veiddust tæp 62 þúsund tonn samanborið við 56 þúsund tonn í júlí í fyrra.

Upplýsingar um fiskafla byggjast á upplýsingum sem berast frá löndunarhöfnum innanlands útflytjendum afla og frá umboðsmönnum erlendis og er safnað af Fiskistofu.

 Örar verðhækkanir á fyrstu mánuðum ársins 2022 gera það að verkum að erfitt er að reikna út aflaverðmæti en ljóst er að það er mun meira en í fyrra..

DEILA