Unglingalandsmót UMFÍ 2022 verður á Selfossi um verslunarmannahelgina

Skráning er hafin á Unglingalandsmót UMFÍ sem verður samkvæmt venju um verslunarmannahelgina.

Mótið verður að þessu sinni haldið á Selfossi og eru það Héraðsambandið Skarphéðinn (HSK) og Sveitarfélagið Árborg sem sjá um að halda mótið.

Eins og landsmenn vita er Unglingalandsmót UMFÍ sannkölluð fjölskylduhátíð. Boðið er upp á meira en 20 keppnisgreinar fyrir 11 – 18 ára börn og ungmenni. Allir á þessum aldri geta skráð sig til leiks. Ekki er skilyrði að vera í ungmenna- eða íþróttafélagi.

Þétt dagskrá er alla mótsdagana og skemmtun á kvöldin þar sem margt af þekktasta tónlistarfólki landsins kemur fram.

Alltaf eru nýjungar og skemmtilegheit á dagskránni á Unglingalandsmóti UMFÍ.

Á dagskránni eru helstu greinar, knattspyrna, körfubolti og frjálsar. Nú eru rafíþróttir í boði þar sem keppt verður í bæði í einstaklingskeppni og í liðakeppni. Keppt verður í League  of Legends, Rocket League og Counter Strike.

Ítarlegri upplýsingar, dagskráin og skráning er á slóðinni: www.ulm.is

DEILA