Skipasmiðurinn í Hnífsdal

Að Dalbraut 12 í Hnífsdal hefur Ingvar Friðbjörn, eða Ingi Bjössi eins og hann er oftast nefndur komið sér vel fyrir og smíðar módel af skipum af miklum krafti.

Bátarnir eru að mestu leyti úr trefjaplasti en líka úr áli, tré og öðru sem við á og minnstu smáatriði handsmíðuð.

Ingi Bjössi styðst við teikningar og myndir þegar þær eru til en þær geta verið af skornum skammti. Hann nýtir hvers kyns dót við smíðarnar jafnt uppþvottavélar sem hluti úr öðrum gömlum heimilistækjum.

Fyrsta módelið sem Ingi Bjössi smíðaði er af breska togaranum Cesar sem strandaði við Arnarnes árið 1971. Úr honum lak mikil olía og olli miklum skaða á fuglalífi í Djúpinu.

Nú er Ingi Bjössi að ljúka við smíð togaranna Júní og Júpiter frá Hafnarfirði. 

Margir hafa sýnt þessu áhuga og nú í sumar er Skipasmíðastöðin á Dalbraut 12 í Hnífsdal opin gestum og gangandi daglega og verður það fram í september. Sýninguna má skoða gegn hóflegum aðgangseyri. Einnig má hafa samband í síma 6637628 og ákveða heimsóknartíma. Ingi Bjössi er manna fróðastur um skip og útgerðir við Djúp á liðnum áratugum og er tilbúinn að fræða gesti sína um þá hluti.

DEILA