Salmonella í karrí kryddi og bólgnar bjórdósir

Matvælastofnun varar við neyslu á einni framleiðslulotu af karríi Hot madras curry sem Lagsmaður ehf. flytur inn vegna gruns um salmonellu smit. Fyrirtækið hefur með aðstoð heilbrigðiseftirlitsins HEF innkallað vöruna.

Matvælastofnun fékk vitneskju um innköllunina í gegnum RASFF hraðviðvörunarkerfi Evrópu um hættuleg matvæli og fóður.

Þá varar Matvælastofnun einnig við neyslu á einni framleiðslulotu af Sóló sumarbjór frá Íslenskri hollustu vegna þess að bjórdósir geta bólgnað og sprungið.

Fyrirtækið Og natura/Íslensk hollusta hefur innkallað bjórinn í samráði við Heilbrigðiseftirlit Garðarbæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnaness

Nánari upplýsingar um þetta og annað sem ber að varast er á heimasíðu Matvælastofnunar mast.is

DEILA