Reykhólahreppur hluthafi í leigufélaginu Bríeti

Þann 1. júlí s.l. varð Reykhólahreppur nýr hluthafi í Leigufélaginu Bríeti ehf. með því að leggja tvær íbúðir í eigu sveitarfélagsins inn í Bríeti.

Drífa Valdimarsdóttir framkvæmdastjóri Leigufélagsins Bríetar ehf. og Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps undirrituðu samning um framsal 2ja íbúða Reykhólahrepps til Leigufélagsins Bríetar.

Við það tækifæri áttu fulltrúar Bríetar fund með sveitarstjórn Reykhólahrepps.

DEILA