Póstinn vantar stöðvarstjóra á Ísafirði

Pósturinn óskar eftir að ráða stöðvarstjóra til að leiða starfsemi Póstsins á Ísafirði.

Um er að ræða fjölbreytt starf sem hentar lausnamiðuðum og jákvæðum einstaklingi.

Leitað er að framsæknum aðila sem kemur auga á tækifæri og getur leitt breytingar innan Póstsins með farsælum hætti.

Hjá Póstinum starfar lausnamiðað starfsfólk sem tekur fagnandi á móti síbreytilegum áskorunum þar sem liðsheild, þjálfun og góður starfsandi er í forgrunni. Umsóknarfrestur er til og með 4. ágúst 2022.

DEILA