Landfylling norðan Skutulsfjarðareyrar

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar tilkynnir breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðarbæjar.

Markmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að auka byggingarland fyrir íbúðir á Ísafirði. Landfyllingin verður norðan Skutulsfjarðareyrar, nánar tiltekið frá Norðurtanga að Eyrargötu 2-4.

Fyrirhugað er að nýta efni í landfyllinguna sem fellur til vegna dýpkunar við Sundabakka á Ísafirði.

Megin landnotkun á fyllingunni verður íbúðarbyggð. Lögð er áhersla á aðgengi að sjó og að fyrirhuguð byggð falli vel að núverandi byggð. Í breyttu aðalskipulagi er einnig gert ráð fyrir gróf-hreinsistöð fyrir fráveitu við Íshúsið.


Ráðgjafi Ísafjarðarbæjar í skipulagsvinnu verkefnisins er verkfræðistofan Verkís.

DEILA