Kaffi og vöfflur í Riishúsi á Borðeyri

Í Riishúsi á Borðeyri við Hrútafjörð er rekið kaffihús, nytjamarkaður og handverkssala.

Opið er daglega í sumar og hægt er að fá allar upplýsingar á facebooksíðu.

Á þjóðveldisöld var Borðeyri ein af aðalhöfnum landsins og varð löggiltur verslunarstaður árið 1846. Sextán árum síðar byggir Pétur Eggertz Riishús. Upphaflega var það byggt sem íbúðarhús verslunarstjóra og kallað Faktorshús upp á dönsku. Árið 1890 kaupir danski kaupmaðurinn Richard Peter Riis húsið og upp frá því hefur það verið kennt við hann og kallað Riishús.

DEILA